Starfsmenn ·
Saga Fiat ·
Saga Alfa Romeo ·
Saga Chrysler ·
Saga Jeep ·
Saga Dodge ·

Chrysler.

Walter Chrysler var sonur vélfræðings frá Kansas og var Walter tengdur samgöngutækjum
Og þróun þeirra allt sitt líf.
Ástríða hans leiddi hann til frekara náms í Vélfræðum og starfaði hann í upphafi við Járnbrautar
Iðnaðinn í Ameríku

Chrysler gekk síðan til liðs við General Motors sem forstjóri Buick verksmiðjanna og starfaði
Þar til 1919,þá hóf hann hönnunarstarf fyrir Maxwell Motor Corporation .
Um svipað leyti hófu þeir samstarf  Walter Chrysler,Fred Seder,Owen Skelton og Carl Breer
um hönnun algerlega nýrrar bifreiðar fyrir Ameríska markaðinn.

Afsprengi þeirra var Chrysler Six :

Þegar hann kom á markað þótti hann brjóta blað í sögunni sex strokka háþrýst og léttbyggð vél og bifreið með vökvabremsum á öllum hjólum, algjör bylting sins tíma.
Fljótlega varð Chrysler þekktur fyrir smíði öflugra véla og vann tíðum þá kappakstra er settir
voru upp.


Það var síðan fyrir áeggjan Orvill Whright (1934) að Chrysler lét byggja fyrstu vindgöngin til prufu
á loftmótstöðu við hönnun nýrra bifreiða og varð þá til bifreiðin Airflow “Streamliner”
Airflow varð aldrei vinsæll í sölu enda langt á undan sinni samtíð í útliti og búnaði.
Það leið þó ekki á löngu þar til aðrir framleiðendur fóru í fótspor hans varðandi loftmótstöðu
prófanir á bifreiðum  og þykir það sjálfsagður þróunarferill allra tegunda í dag.

Fleiri nýjungar voru handan við hornið og byltingarkennd “Fluid drive”skipting leit dagsins ljós,
þetta var fyrsta  “næstum”Sjálfskipting  og sá í raun og veru um skiptingu fyrir ökumenn.
Á tímum seinni heimstyrjaldar sneri Chrysler sér að byggingu á hertólum af ýmsu tagi ásamt
öðrum framleiðendum.


Eftir stríðið fór samkeppnin á fjölskyldubifreiðum á fulla ferð og fljótlega kom 
Chrysler Town & Country fólksbíll á markaðinn hannaður sem stallbakur og  með
uppdraganlegum toppi.

Í dag er Chrysler merkið löngu þekkt fyrir frábæra og endingagóða framleiðslu sem svarar þörfum neytandans á hverjum tíma fyrir sig útfrá gæðastöðlum og þörfum neytendans.


Hér hefur einungis verið drepið lítillega á Sögu Chrysler. 

Njóttu vel

Chrysler Dodge JEEP Mopar Fiat Lancia Alfa Romeo Alfa Romeo Abarth Natural Power SRT
StudiobÝlar - S: 5 400 800 - T÷lvupˇstur: studiobilar@studiobilar.is
Chrysler, Jeep, Dodge, Ram, SRT, Mopar and the Pentastar logo are registered trademarks of Chrysler Group LLC.
Fiat, Alfa Romeo, Fiat Professional, Abarth and the Scorpion design are registered trademarks of Fiat Group S.p.A.