Hafa samband ·

Verkstæði

Okkar markmið er að veita viðskiptavinum okkar persónulega, trausta og góða þjónustu. Verkstæði okkar er vel búið tækjum ásamt þeim sérverkfærum og tölvubúnaði sem nauðsynlegur er til að sinna Jeep, Dodge og Chrysler, Fiat, Lancia, Alfa Romeo og Fiat Professional bifreiðum. Starfsfólk okkar hefur einnig fullan aðgang að öllum þjónustu upplýsingum framleiðandans Fiat Chrysler Automobiles / FCA.

Þjónustuskoðanir gegna margvíslegu hlutverki fyrir bílinn þinn, þeirra veigamest er eðlilegt en jafnframt nauðsynlegt viðhald og fyrirbyggjandi aðgerðir. Þær eru jafnframt nauðsynlegar fyrir ábyrgð bílsins.

Ábyrgð framleiðanda fellur úr gildi ef þjónustu og eftirliti bifreiðar er ekki sinnt. Skipta skal um olíur, vökva og síur eftir skilmálum framleiðanda á meðan á ábyrgðartíma stendur, sjá nánar þjónustubók bifreiðar.

Viðskiptavini er frjálst að nýta sér þjónustu annara viðurkenndra verkstæða fyrir olíuskipti en viðskiptavinur þarf að framvísa stimplun og nótu/um fyrir framkvæmda þjónustu á bifreiðinni til að halda ábyrgð framleiðanda fyrstu tvö árin. Fylgja skal leiðbeiningum framleiðanda um olíu, vökva og síuskipti á ábyrgðartíma bifreiðar, sjá nánar þjónustubók bifreiðar.

Chrysler Dodge JEEP Mopar Fiat Lancia Alfa Romeo Alfa Romeo Abarth Natural Power SRT
StudiobÝlar - S: 5 400 800 - T÷lvupˇstur: studiobilar@studiobilar.is
Chrysler, Jeep, Dodge, Ram, SRT, Mopar and the Pentastar logo are registered trademarks of Chrysler Group LLC.
Fiat, Alfa Romeo, Fiat Professional, Abarth and the Scorpion design are registered trademarks of Fiat Group S.p.A.